Um Tréleik

Tréleikur varð til í október 2010.
Fyrsta heimasíða Tréleiks opnaði í október 2010. Tréleikur var kominn á Facebook árið 2012 og Instagram árið 2013.
Ný heimasíða Tréleiks opnaði svo í október 2019.

Tréleikur er einstaklingsfyrirtæki Andra Snæs Þorvaldssonar.
Kt: 120484-2309
Reikningsnúmer 0323-13-166540
Netfang: treleikur@treleikur.is
Tréleikur er líka á Facebook og Instagram.

Tréleikur er handverk, ekki er notast við laser/tölvufræsara.
Allar vörur eru handgerðar eftir pöntun og taka að jafnaði 7-14 virka daga.
Endilega hafið samband ef styttri afgreiðslutími er nauðsynlegur, oftast er hægt að verða við því.

Greiðsla, afhending og vöruskil

Hægt er að greiða með millifærslu eða með kortafærslu í gegnum örugga greiðslusíðu myPOS.

Frí heimsending ef verslað er fyrir 10.000kr en fer annars eftir verðskrá Póstsins. Hægt er að velja um að fá pantanir sendar heim, sendar á pósthús eða sendar í póstbox (þar sem slíkt er í boði). Einnig er hægt að sækja (108 Rvk) eftir samkomulagi.

Almennum vörum er hægt að skila/skipta innan 14 daga (þá er átt við t.d. Heima er best, Þetta reddast, jólamerki, ómálaðir stakir stafi og svo framvegis). 
Sérsniðnum vörum er almennt ekki hægt að skila/skipta (þá er átt við t.d. nöfn í tengiskrift, harðviðarnöfn, hjartanöfn, kökutoppar, málaðir stafir og svo framvegis).

Stafir á vegg – leiðbeiningar

Algengast er að stakir stafir og stafir í tengiskrift séu notaðir sem veggskraut eða til að merkja herbergi og hurðar.
Mælt er með því að nota annaðhvort kennaratyggjó eða veggjalímband (þykkt tvöfalt límband).
Hægt er að fá sérstakt veggjalímband með stöfunum án aukagjalds, það er valið eða afþakkað í pöntunarferlinu.
Kennaratyggjó hentar betur ef líklegt er að færa eigi stafina af og til, t.d. vegna breytinga eða flutninga.
Veggjalímbandið er mun sterkara en það er einnota og getur skilið eftir sig smá lím á veggnum ef það þarf að taka stafina niður. Veggjalímbandið er þykkt og mjúkt og hentar vel á flest yfirborð.
Það er mjög einfalt að hengja upp stafi með veggjalímbandinu, það þarf aðeins að kroppa pappírinn af límbandinu og þrýsta stöfunum þétt að veggnum í 5 sekúndur.
Gott er að vera búin/n að máta stafina á vegginn áður en pappírinn er tekinn af límbandinu því þegar stafirnir hafa verið límdir á vegginn er ekki hægt að færa þá án þess að skemma límbandið.
Ekki hika við að hafa samband ef þú þarft nýtt límband aftan á stafina (t.d. vegna flutninga eða breytinga).

×
×

Cart