Selected:

Jólamerki Tréleiks

kr.4.000

ATH: Tréleikur hefur lokað fyrir pantanir í bili.
Vegna mikilla anna í vinnu og daglegu lífi hefur sá frítími sem þarf til að sinna Tréleik minnkað mjög mikið. Því hef ég ákveðið að loka fyrir pantanir um óákveðinn tíma.
Biðst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en vonandi opnar aftur fyrir pantanir fyrr en seinna.
-Andri Tréleikur, apríl 2022.

Jólamerki Tréleiks

kr.4.000

Klassíska jólamerki Tréleiks ‘jól’ er handgert úr hnotu, um 10cm og kemur í öskju.

Vörunúmer: jolamerki Flokkur:

Lýsing

Jólamerki Tréleiks eru handgerð úr hnotu, um 10cm og koma í öskju svo það fer vel um þau í geymslunni á milli jóla.

Tvö jólamerki eru í boði hverju sinni. Annars vegar árgangsmerki í takmörkuðu upplagi, ný hönnun fyrir hver jól og hins vegar klassíska jólamerkið ‘jól’, sem er alltaf í boði.

Fyrsta jólamerkið ‘jól’ kom fyrir jólin 2012, í 25 númeruðum eintökum. Ákveðið var að þetta fyrsta jólamerki Tréleiks yrði framvegis í boði samhliða nýjum árgangsmerkjum.

Klassíska jólamerkið er alltaf hægt að kaupa hérna en árgangsmerkin eru kynnt á Facebooksíðu Tréleiks í byrjun nóvembers á hverju ári. Þau eru fljót að seljast upp og eru því margir „í áskrift“ til að missa ekki af þeim.

Jólamerki Tréleiks, í tímaröð.
2012 – jól, gert í 25 númeruðum eintökum:

2013 – jólatré, gert í 25 númeruðum eintökum:

2014 – hreindýr, gert í 30 númeruðum eintökum:

2015 – jólastafur, gert í 30 númeruðum eintökum:

2016 – snjókarl, gert í 40 númeruðum eintökum:

2017 – jólapakkar, gert í 40 númeruðum eintökum:

2018 – jólakerti, gert í 40 númeruðum eintökum:

2019 – áttblaðarós, gert í 40 númeruðum eintökum:

×
×

Cart