Stafir á vegg - leiðbeiningar

Algengast er að stakir stafir og stafir í tengiskrift séu notaðir sem veggskraut eða til að merkja herbergi og hurðar.
Mælt er með því að nota annaðhvort kennaratyggjó eða þykkt tvöfalt límband.

Hægt er að fá sérstakt tvöfalt límband með stöfunum án aukagjalds, aðeins þarf að haka við þann möguleika þegar verið er að setja í körfu, sjá mynd.

Kennaratyggjó hentar betur ef líklegt er að færa eigi stafina af og til, t.d. vegna breytinga eða flutninga.
Tvöfalda límbandið er mun sterkara en það er einnota og getur skilið eftir sig smá lím á veggnum ef það þarf að taka stafina niður. Tvöfalda límbandið er þykkt og mjúkt og hentar vel á flest yfirborð.

Það er mjög einfalt að hengja upp stafi með tvöfalda límbandinu, það þarf aðeins að kroppa pappírinn af límbandinu og þrýsta stöfunum þétt að veggnum í 5 sekúndur.
Gott er að vera búin/n að máta stafina á vegginn áður en pappírinn er tekinn af límbandinu því þegar stafirnir hafa verið límdir á vegginn er ekki hægt að færa þá án þess að skemma límbandið.

Hægt er að sjá tvöfalda límbandið aftan á stökum stöfum hérna.