Jólamerki

Jólamerki Tréleiks eru handgerð úr hnotu, um 10cm og koma í öskju svo það fer vel um þau í geymslunni á milli jóla.

Tvö jólamerki eru í boði hverju sinni. Annars vegar árgangsmerki í takmörkuðu upplagi, ný hönnun fyrir hver jól og hins vegar klassíska jólamerkið 'jól', sem er alltaf í boði.

Fyrsta jólamerkið 'jól' kom fyrir jólin 2012, í 25 númeruðum eintökum. Ákveðið var að þetta fyrsta jólamerki Tréleiks yrði framvegis í boði samhliða nýjum árgangsmerkjum.

Klassíska jólamerkið er alltaf hægt að kaupa hér fyrir neðan en árgangsmerkin eru kynnt á Facebooksíðu Tréleiks í byrjun nóvembers á hverju ári. Þau eru fljót að seljast upp og eru því margir "í áskrift" til að missa ekki af þeim.


Jólamerki Tréleiks 2012, jól, gert í 25 númeruðum eintökum.


Jólamerki Tréleiks 2013, jólatré, gert í 25 númeruðum eintökum.


Jólamerki Tréleiks 2014, hreindýr, gert í 30 númeruðum eintökum.


Jólamerki Tréleiks 2015, jólastafur, gert í 30 númeruðum eintökum.


Jólamerki Tréleiks 2016, snjókarl, gert í 40 númeruðum eintökum.

MyndNafnVerðÍ körfu
Klassíska jólamerki Tréleiks4.000 kr.